Elska Guðs

Leyfðu þér að taka á móti elsku Guðs. Elska Guðs er endalaus kærleikur í sinni tærustu og fegurstu mynd. Þegar þú meðtekur þann guðlega kærleika umbreytist hjarta þitt til frambúðar. Þú munt ekki sjá veröldina í sama ljósi og áður.Hjarta hendur

Allt líf jarðar ber með sér ljós Guðs og er samtengt. Þegar þú réttir öðrum hjalparhönd ertu að veita sjálfri/um þér gjöf því allt sem þú gerir öðrum gerirðu þér. Hleyptu kærleika inn í líf þitt og hjálpaðu þannig samfélaginu að öðlast dýpri skilning á elsku Guðs. Guð elskar alla jafnt því allt er afsprengi Guðs. Guð gætir okkar eins og móðir gætir barna sinna. Guð styður okkur líkt og faðir styður börn sín. Guð er umhyggjusamt foreldri sem vill börnum sínum og allri sköpun sinni það allra besta.

Hjálpaðu Guði að gera heiminn að betri stað. Hjálpaðu ljósinu að eflast. Hjálpaðu kærleikanum að fylla hjörtu allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega, hvernig birtist elska Guðs þér í sinni tærustu og fegurstu mynd?

Það er aðeins eitt svar til við því. Og það er þetta:

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Jón. 3:16.

Þegar þú meðtekur þessa gjöf Guðs, soninn eingetna, umbreytist hjarta þitt til frambúðar, þú verður ný sköpun í Jesú Kristi, þú fæðist á ný, og sérð veröldina í alveg nýju ljósi vegna þess að kærleikur Guðs hefur yfirfærst á þig.

Eftir þessa umbreytingu þína ferð þú að segja fólki að taka við kærleiksgjöf Guðs, eins og þú hefur gert, sem er Jesús Kristur.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.4.2023 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband