Upprisan

Upprisan er táknmynd þeirrar vonar sem þér er færð í formi trúar á að það góða sigri hið illa. Þegar þú finnur vonina bærast í brjósti þínu lyftist sál þín upp til móts við Guð.upprisan

Krafturinn sem þú býrð yfir er af sama meiði og sá kraftur sem Kristur bar í sínu brjósti. Krossfesting hans, þjáning, dauði og upprisa færir þér vitneskju um að sálin lifir þó líkaminn deyji. Sálin rís upp til ljóssins. Kristur kenndi okkur að efast ekki heldur trúa, því hann vissi betur en nokkur annar hvað er handan þessa heims. Guð fylgir þér í hverju skrefi, verndar þig og blessar.

Upprisa þín felst í að treysta á handleiðslu Guðs í einu og öllu. Sú umbreyting sem getur átt sér stað í mannsálinni við það eitt að trúa færir ljósið nær jörðinni, nær þeim sem þurfa hvað mest á því að halda.

Myrkrið verður alltaf til staðar bæði innra með þér og í kringum þig, en ef þú hefur ljós, bæði til að fylgja og innra með þér, muntu rata leiðina heim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband