Að tengjast ljósinu

Ljósið kemur innan frá, þegar þú hefur náð að tengjast ljósinu að ofan. Geislar þess streyma í gegnum þig til annarra. Hleyptu ljósinu óhindrað í gegn. Þú átt ekki að stoppa það.Himneskt ljós

Mættu hindrunum með opnu hjarta. Taktu eftir hvernig þú bregst við og lærðu að temja þér elsku í garð annarra. Mótlæti og hindranir eru alls staðar en það er þitt að yfirstíga þær og halda einbeitt/ur áfram í átt að þínu markmiði, fylgja þínum tilgangi. Fylgdu þínu innra ljósi.

Haltu einbeitingu hvað sem á dynur. Þú þarft að nálgast kærleikann í gegnum hjarta þitt. Hann er óendanlega mikill en þú þarft að vilja hleypa honum inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. Jóh. 8:12.

Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður eins og börn ljóssins. Ef. 5:8.

Þá sagði Jesús við þá: Skamma stund er ljósið enn á meðal yðar. Gangið, meðan þér hafið ljósið, svo að myrkrið hremmi yður ekki. Sá sem gengur í myrkri, veit ekki, hvert hann fer.

Trúið á ljósið, meðan þér hafið ljósið, svo að þér verðið börn ljóssins.

Þetta mælti Jesús og fór burt og duldist þeim.

Þótt hann hefði gjört svo mörg tákn fyrir augum þeirra, trúðu þeir ekki á hann,  svo að rættist orð Jesaja spámanns, er hann mælti:

Drottinn, hver trúði boðun vorri, og hverjum varð armur Drottins opinber? Jóh. 12:35 - 38.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 11.4.2023 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband