Hvaða leið vilt þú fara?

Þegar þú þarft að taka mikilvægar ákvarðanir skaltu leita að svörum innra með þér. Þú veist alltaf best hvað þér er fyrir bestu, hvaða leið þú vilt fara í lífinu og hvaða áfangastöðum þú vilt ná. Það er alltaf gott að þiggja ráð hjá öðrum en ekki falla í þá gryfju að hlusta eingöngu á ráðleggingar annarra án þess að vega þau og meta við hvað innsæi þitt segir þér.Krossgötur

Ef þú hefur misst tengsl við innsæi þitt þarftu að hlúa aftur af þeim tengslum. Góð leið til þess er að gefa þér stund á hverjum degi, helst í upphafi dags, til að setjast niður í þögn. Þar lokarðu augunum og dregur athyglina inná við. Dregur andann djúpt nokkrum sinnum og situr svo í þögninni um stund. Leyfir huga þínum að reika án þess að veita hugsunum athygi, lætur andardrátt þinn minna þig á að þú ert andi, sál í leit að efnislegum ævintýrum til að þroska þig svo þú megir njóta frelsis til að stækka, frelsi til að breiða út kærleika meðal manna. Þegar þú finnur þinn innsta, tærast kjarna, nærðu tengingu við Guð innra með þér, kærleiksljósið eina og eilífa. Leyfðu ljósinu að flæða um líkama þinn og sjáðu fyrir þér geisla ljóssins streyma út frá þér þannig að í samskiptum þínum við menn og dýr geti allir fundið kærleikann sem þú hefur að geyma. Slík útgeislun hjálpar öðrum að tengjast ljósinu innra með sér og finna uppsprettu kærleikans innra með sér.

Gakktu hvern dag á Guðs vegum, leyfðu kærleikanum að umvefja þig og ljósinu að leiða þig, þá mun allt fara vel og þú nærð að fylgja hjarta þínu.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband